Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Anna Moneymaker/Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Vísindamenn færa dómsdagsklukkuna fram – hvað segir Biblían?

Vísindamenn færa dómsdagsklukkuna fram – hvað segir Biblían?

 Þann 24. janúar 2023 gáfu vísindamenn til kynna að við værum nær heimsendi með því að færa vísana á dómsdagsklukkunni a nær miðnætti.

  •   „Dómsdagsklukkan, sem táknar vá fyrir mannkynið, var á þriðjudag stillt nær miðnætti en nokkru sinni fyrr. Ákvörðunin var tekin vegna stríðsins í Úkraínu, aukinnar hættu á kjarnorkustríði og loftslagsvár.“ – AFP International Text Wire.

  •   „Vísindamenn tilkynntu á þriðjudag að dómsdagsklukkan hefði verið stillt á 90 sekúndur í miðnætti. Mannkynið hefur aldrei áður verið jafn nálægt Harmagedón.“ – ABC News.

  •   „Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur gefið okkur viðvörun um að tilvist mannkynsins sé í meiri hættu en nokkru sinni fyrr.“ – The Guardian.

 Eru endalok mannkynsins og jarðarinnar yfirvofandi? Þurfum við að óttast það sem framtíðin ber í skauti sér? Hvað segir Biblían?

Það sem framtíðin ber í skauti sér

 „Jörðin stendur að eilífu,“ segir í Biblíunni. Hún segir líka að fólk muni „búa á henni að eilífu“. (Prédikarinn 1:4; Sálmur 37:29) Mannkynið fær þess vegna ekki að eyðileggja jörðina eða gera hana óbyggilega.

 Biblían talar þó um heimsendi. Hún segir til dæmis: „Heimurinn líður undir lok.“ – 1. Jóhannesarbréf 2:17.

Við getum verið bjartsýn

 Biblían getur hjálpað okkur að vera jákvæð þrátt fyrir vandamálin í heiminum. Hvernig?

 Til að þú fáir sem mest út úr því að skoða Biblíuna hvetjum við þig til að prófa ókeypis biblíunámskeið sem við bjóðum upp á.

a „Dómsdagsklukkan segir almenningi hversu nálægt við séum komin að því að eyðileggja jörðina með hættulegri tækni sem við höfum hannað. Dómsdagsklukkan er táknmynd, áminning um þá vá sem við þurfum að beina athygli að til að halda lífi hér á jörðinni.“ – Bulletin of the Atomic Scientists.