Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Er hægt að koma á réttlátu efnahagskerfi?

Er hægt að koma á réttlátu efnahagskerfi?

 Víða um heim hefur fólk fjölmennt á götum úti til að mótmæla efnahagsskilyrðum sem því finnst ósanngjarnt. COVID-19 faraldurinn magnaði vandann þegar fólk var sett í einangrun, skortur varð á nauðsynjum og aðgengi að heilbrigðisþjónustu var skert, en allt þetta sýndi enn betur fram á gjána sem er á milli ríkra og fátækra.

 Munum við einhvern tíma sjá enda bundinn á efnahafsvandann sem þjakar heiminn? Já. Biblían lýsir því sem Guð mun gera til að leysa vandann sem við stöndum andspænis.

Efnahagsvandi sem Guð mun leysa

 Vandi: Menn hafa ekki komið á efnahagskerfi sem mætir þörfun allra.

 Lausn: Guð mun leysa allar ríkisstjórnir manna af hólmi með sinni eigin stjórn sem nefnist Guðsríki. Hún mun stjórna yfir jörðinni frá himnum. – Daníel 2:44; Matteus 6:10.

 Árangur: Guðsríki verður heimsstjórn og mun sjá fullkomlega fyrir málefnum jarðarinnar. Fólk mun aldrei framar festast í gildru fátæktar eða líða efnahagslegt óöryggi. (Sálmur 9:7–9, 18) Þess í stað munu það njóta árangurs af erfiði sínu og eiga ánægjulegt og skapandi líf með fjölskyldum sínum. Biblían lofar: „Menn munu byggja hús og búa í þeim og planta víngarða og neyta ávaxta þeirra. Þeir munu ekki byggja hús til að aðrir búi í þeim né planta til að aðrir geti borðað.“ – Jesaja 65:21, 22.

 Vandi: Fólk getur ekki flúið atburði sem leiða til þjáninga og skorts.

 Lausn: Guð mun nota ríki sitt til að afmá allar orsakir ótta og óöryggis.

 Árangur: Fólk mun ekki lengur upplifa atburði sem ræna það eða fjölskyldu þess lífsnauðsynjum vegna þess að það nýtur umhyggju Guðs. Stríð, matvælaskortur og farsóttir verða til dæmis liðin tíð. (Sálmur 46:9; 72:16; Jesaja 33:24) Guð segir: „Fólk mitt mun búa í friðsælu landi, í öruggu húsnæði og á kyrrlátum hvíldarstöðum.“ – Jesaja 32:18.

 Vandi: Fólk notfærir sér oft aðra í eigingjörnum tilgangi til að græða á þeim.

 Lausn: Þegnar Guðsríkis munu læra að taka sannan náunakærleika fram yfir eigin hagsmuni. – Matteus 22:37–39.

 Árangur: Undir stjórn Guðsríkis munu allir endurspegla kærleika Guðs, en hann „hugsar ekki um eigin hag“. (1. Korintubréf 13:4, 5) Biblían segir: „Enginn mun gera neitt illt né valda skaða á mínu heilaga fjalli því að jörðin verður full af þekkingu á Jehóva a eins og vatn hylur sjávardjúpið.“ – Jesaja 11:9.

 Biblían sýnir að við lifum á síðustu dögum núverandi heimsskipanar og að bráðlega muni Guð uppfylla loforð sín um að binda enda á allan efnahagsvanda. b (Sálmur 12:5) Þangað til geta meginreglur Biblíunnar hjálpað þér að takast á við fjárhagserfiðleika sem þú glímir við. Líttu til dæmis á greinarnar: „Hvernig er hægt að komast af með minna?” og „A Balanced View of Money.“

a Jehóva er nafn Guðs samkvæmt frummálum Biblíunnar. – Sálmur 83:18.

b Sjá greinina „Biblían er áreiðanleg heimild“ til að fræðast um það hvers vegna þú getur treyst Biblíunni.