Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Býkúpan

Býkúpan

BÝFLUGUR (Apis mellifera) byggja bú sín úr vaxi sem þær framleiða í kirtlum undir afturbolnum. Býkúpan er álitin verkfræðilegt undur. Hvers vegna?

Hugleiddu þetta: Stærðfræðingar hafa öldum saman talið sexhyrninga þá lögun sem nýtir rými best miðað við byggingarefni. Þeir töldu þetta form betra en jafnhliða þríhyrninga, ferninga eða nokkurt annað form. En þeir skildu ekki til fulls hvers vegna. Árið 1999 kom prófessor Thomas C. Hales fram með stærðfræðilega sönnun fyrir yfirburðum þess sem hann kallaði „býkúputilgátuna“. Hann sýndi fram á að með reglulegum sexhyrningum væri hægt að skipta rými í jafna hluta með sem minnstum efnivið.

Býflugur nýta best rýmið sem þær hafa með því að byggja sexhyrnd hólf. Þannig byggja þær sterkbyggðar vaxkökur úr lágmarks efnivið með hámarks geymslurými. Það þarf því ekki að koma á óvart að býkúpan hefur verið kölluð „meistaraverk í byggingarlist“.

Vísindamenn nota býkúpulagið þegar þeir hanna byggingareiningar sem þurfa að vera sterkar og nýta rýmið vel. Flugvélaverkfræðingar nota til dæmis býkúpulaga þiljur í flugvélar sem gera þær sterkari og léttari og þar af leiðandi sparneytnari en ella.

Hvað heldur þú? Varð hagkvæm uppbygging býkúpunnar til við þróun? Eða býr hönnun að baki?