Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hirðingjatjöld í Tash Rabat-dalnum.

LÖND OG ÞJÓÐIR

Heimsókn til Kirgistans

Heimsókn til Kirgistans

LANDIÐ Kirgistan, sem er í Mið-Asíu, er umlukt tignarlegum, snævi þöktum fjöllum. Landamærin liggja að Kasakstan, Úsbekistan, Tadsíkistan og Kína. Næstum 90 prósent landsins er fjalllendi. Kirgistan státar af hæsta tindi Tien Shan fjallgarðsins en hann rís 7.439 metra yfir sjávarmál. Skógar þekja um 4 prósent landsins og því er eftirtektarvert að í Kirgistan er einn stærsti villti valhnetuskógur heims.

Vottar Jehóva aðstoða þúsundir manna í Kirgistan við að kynna sér Biblíuna.

Kirgisar eru þekktir fyrir að sýna fólki gestrisni og virðingu. Þar telst viðeigandi að þéra þá sem eldri eru, bjóða þeim sætið sitt í almenningsfarartækjum og bestu sætin við borðið.

Algengt er að hjón eigi þrjú eða fleiri börn. Yngsti sonurinn býr yfirleitt áfram hjá foreldrum sínum og sér um þau í ellinni – jafnvel þó að hann gifti sig.

Stúlkur byrja snemma að læra húsmæðrastörf. Á unglingsaldri eru þær færar um að halda heimili. Brúður fær yfirleitt heimanmund sem getur verið alls kyns rúmfatnaður, ýmiss konar föt og handunnið gólfteppi. Brúðguminn greiðir brúðarverð með peningum og búfénaði.

Við hátíðleg tækifæri og jarðarfarir er sauð eða hrossi slátrað. Dýrið er hlutað niður og fyrir fram ákveðið hver fær hvaða stykki. Virðingarröðin ræður því hvernig matnum er deilt niður þannig að hver gestur fær sinn hlut eftir aldri og stöðu. Síðan er þjóðarrétturinn, beshbarmak, borinn fram. Hann er borðaður með höndunum.

Komúz er algengt hljóðfæri.