Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Leitin að svörum

Leitin að svörum

Leitin að svörum

„Eftir að hafa svarað spurningunni ‚hvernig‘ við eigum að sjá okkur farborða, hlaðið í kringum okkur munaði sem einu sinni var óhugsandi — þægindum á borð við loftkælingu, fyrsta flokks hljómgæðum á geisladiskum og ferskum ávöxtum árið um kring — verður sú spurning áleitnari ‚af hverju‘ við lifum. Af hverju tökum við þátt í lífsgæðakapphlaupinu? Hver er tilgangurinn?“ — David G. Myers, prófessor í sálfræði við Hope-háskólann, Holland, Michigan, Bandaríkjunum.

HVERNIG myndirðu svara spurningum prófessorsins? Sumir spyrja kannski hvort það sé einu sinni þess virði að eyða tíma í að leita svara. En það er þýðingarlaust að reyna að leiða svona spurningar hjá sér. Það er eins og að ætla sér að hunsa steinvölu í skónum sínum — við getum haldið göngunni áfram en hún verður ekki beinlínis þægileg.

Ef þú hefur einhvern tíma velt fyrir þér hvort lífið hafi tilgang ertu ekki einn um það. Í einhverri viðamestu könnun, sem gerð hefur verið á lífsgildum þjóða, (World Values Survey) kom fram að æ fleiri velta fyrir sér „hvaða gildi og tilgang lífið hafi“.

Til að hafa sannan hugarfrið þarftu að finna svör við þrem stórum spurningum.

Hvernig urðum við til?

Hver er tilgangur lífsins?

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Hvar er hægt að fá áreiðanleg svör við þessum mikilvægu spurningum? Í stað þess að slá fram einhverjum getgátum eða heimspekilegum vangaveltum skulum við á næstu blaðsíðum líta á svör Biblíunnar. Við hvetjum þig til að opna Biblíuna og sjá með eigin augum hvað hún segir.

[Mynd credit Line á blaðsíðu 2]

FORSÍÐA: Strönd í bakgrunni: © Andoni Canela/age fotostock