Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 130

Fyrirgefum fúslega

Fyrirgefum fúslega

(Sálmur 86:5)

  1. 1. Guð í gæsku sinni

    Jesú gaf sem lausnargjald.

    Syndir gat þá fyrirgefið,

    afmáð gráðugt dauðans vald.

    Ef við iðrumst einlæglega

    sakaruppgjöf veitir hann.

    Því á grunni lausnargjaldsins

    náðar Guð hvern syndarann.

  2. 2. Líkn við fáum líka

    ef við líkjumst Guði vel.

    Verum fljót að fyrirgefa,

    sýnum fús slíkt hugarþel.

    Langlynd umberum hvert annað,

    viljum engan særa reið.

    Sýnum öðrum aðeins kærleik,

    hún er ágætust sú leið.

  3. 3. Ræktum meiri miskunn

    því að mikil er sú dyggð.

    Okkur hatri gegn hún gætir,

    eyðir gremju, sorg og hryggð.

    Ef við gjarnan fyrirgefum

    okkar Guði líkjumst við.

    Viljum ást Guðs endurspegla,

    Drottins yndi’ að veita grið.