Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 83

Hús úr húsi

Hús úr húsi

(Postulasagan 20:20)

  1. 1. Öll hús úr húsi förum við

    svo heyri allir menn.

    Orð Jehóva um borg og bæ

    við boða skulum enn.

    Og gleðifrétt um Guðsríki

    um gervöll lönd nú fer.

    Af ungum jafnt sem öldruðum

    hún ákaft boðuð er.

  2. 2. Við sérhvert hús og hverjar dyr

    sagt hjálpræði er frá.

    Það öðlast þeir er ákveða

    Guðs einkanafn að dá.

    En aldrei fá menn ákallað

    Guð er ei þekkja þeir.

    Svo heiðrum dag hvern nafnið hans

    að helgist það æ meir.

  3. 3. Við knýjum enn á hverjar dyr

    og kynnum góða frétt.

    En hvort menn sýna sannleiksást

    í sjálfsvald er þeim sett.

    Nafn Jehóva þeim segjum samt

    þótt svör við fáum hörð.

    Við förum hús úr húsi enn,

    menn heyra af hans hjörð.

(Sjá einnig Post. 2:21; Rómv. 10:14.)