Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 95

Ljósið verður bjartara

Ljósið verður bjartara

(Orðskviðirnir 4:18)

  1. 1. Guðs spámenn þeir fagnandi fræddust um Krist,

    að fullnaðist von hrjáðra manna.

    Guðs andi um Messías miðlaði von,

    hans miskunn og hjálpráð það sanna.

    Hans tími er kominn að taka öll völd

    og táknin má skýrlega sjá.

    Við metum að verðleikum vitranir þær,

    þessa vitneskju englarnir þrá.

    (VIÐLAG)

    Æ bjartari braut okkar verður

    í birtu frá hádegissól.

    Sjá allt sem Guð opnar og birtir,

    hans einstöku leiðsögn og skjól.

  2. 2. Guð sett hefur traustan og trúfastan þjón,

    í tíma hann fæðunni dreifir.

    Ljós sannleikans skýrist og skilningur vex,

    það skerpir og við okkur hreyfir.

    Er leiðin æ skýrist og skref verða styrk

    við skundum á dagbjartri braut.

    Og Jehóva uppspretta sannleikans er,

    blessun okkur þá fellur í skaut.

    (VIÐLAG)

    Æ bjartari braut okkar verður

    í birtu frá hádegissól.

    Sjá allt sem Guð opnar og birtir,

    hans einstöku leiðsögn og skjól.