Hoppa beint í efnið

Eru þjáningar okkar Guði að kenna?

Eru þjáningar okkar Guði að kenna?

Svar Biblíunnar

 Nei, svar Biblíunnar er skýrt. Þjáningar voru ekki hluti af fyrirætlun Guðs með mannkynið. En fyrstu hjónin gerðu uppreisn gegn yfirráðum Guðs og ákváðu að setja sér eigin mælikvarða á rétt og rangt. Þau gerðust fráhverf Guði og uppskáru afleiðingar þess.

 Nú á tímum þurfum við að gjalda þessarar vondu ákvörðunar þeirra. En Guð er á engan hátt valdur að þjáningum manna.

 Biblían segir: „Enginn má segja er hann verður fyrir freistingu: ,Guð freistar mín.‘ Hið illa getur eigi freistað Guðs og sjálfur freistar hann einskis manns.“ (Jakobsbréfið 1:13) Allir geta orðið fyrir þjáningum – meira að segja þeir sem Guð hefur velþóknun á.