Hoppa beint í efnið

Álíta fræðimenn að Jesús hafi verið til?

Álíta fræðimenn að Jesús hafi verið til?

 Fræðimenn hafa gilda ástæðu til að trúa að Jesús hafi verið til. Alfræðiritið The Encyclopædia Britannica, frá 2002, vitnar í fyrstu og annarrar aldar sagnfræðinga sem skírskotuðu til Jesú og fylgjenda hans. Þar segir: „Þessar ótengdu frásögur sanna að til forna véfengdu andstæðingar kristninnar aldrei að Jesús væri söguleg persóna, það var í fyrsta sinn véfengt á ófullnægjandi forsendum undir lok 18. aldar, á 19. öld og í byrjun 20. aldar.“

 Í bókinni Jesus and Archaeology (Jesús og fornleifafræðin), sem kom út 2006, segir: „Nú dregur enginn heiðvirður fræðimaður í efa að gyðingur, sem nefndur var Jesús sonur Jósefs, hafi verið uppi. Flestir viðurkenna fúslega að nú sé heilmikið vitað um verk hans og grundvallarkenningar.“

 Jesú er lýst í Biblíunni sem raunverulegri persónu. Forfeður hans eru nafngreindir og nánasta fjölskylda. (Matteus 1:1; 13:55) Þekktir embættismenn sem voru samtíða Jesú eru einnig nafngreindir. (Lúkas 3:1, 2) Þessar upplýsingar gera fræðimönnum kleift að kanna hversu nákvæm frásögn Biblíunnar er.