Hoppa beint í efnið

Hver er vilji Guðs með mig?

Hver er vilji Guðs með mig?

Svar Biblíunnar

 Það er vilji Guðs að þú kynnist honum sem persónu, nálgist hann og elskir og þjónir honum síðan af öllu hjarta. (Matteus 22:37, 38; Jakobsbréfið 4:8) Þú getur lært af lífi og kenningum Jesú að gera vilja Guðs. (Jóhannes 7:16, 17) Jesús talaði ekki bara um vilja Guðs – hann lifði samkvæmt vilja Guðs. Hann sagði meira að segja um tilgang lífs síns: „Ég er stiginn niður af himni, ekki til að gera vilja minn heldur vilja þess er sendi mig.“ – Jóhannes 6:38.

Þarf ég að fá sérstakt tákn, sýn eða köllun til að vita hver vilji Guðs sé með mig?

 Nei, því að Biblían inniheldur boðskap Guðs til mankynsins. Hún inniheldur allt sem þarf „til þess að sá sem trúir á Guð sé albúinn og hæfur ger til sérhvers góðs verks.“ (2. Tímóteusarbréf 3:16, 17) Guð vill að þú notir Biblíuna og hugleiðir það sem þú lærir til að sjá hver vilji hans er með þig. – Rómverjabréfið 12:1, 2; Efesusbréfið 5:17.

Get ég virkilega gert vilja Guðs?

 Já, því að Biblían segir: „Boðorð hans eru ekki þung.“ (1. Jóhannesarbréf 5:3) Það þýðir samt ekki að það sé alltaf auðvelt að fara eftir boðum Guðs. En kostirnir eru vissulega erfiðisins virði. Jesús sagði sjálfur: „Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varðveita það.“ – Lúkas 11:28.