Hoppa beint í efnið

Hvers vegna halda vottar Jehóva ekki upp á afmæli?

Hvers vegna halda vottar Jehóva ekki upp á afmæli?

 Vottar Jehóva halda ekki upp á afmæli vegna þess að þeir vita að Guði mislíkar þau. Í Biblíunni finnast ekki bein lög um að afmæli séu bönnuð. En þar getum við hins vegar lesið um hvað þessi hátíðarhöld snúast og hvernig Guð lítur á þau. Skoðum fjögur atriði og hvað meginreglur Biblíunnar segja.

  1.    Afmæli er heiðinn siður. Í alfræðiorðabókinni Funk & Wagnalls Standard Dictionary of Folklore, Mythology, and Legend segir að þessi hátíðarhöld hafi komið af þeirri trú að á afmælisdeginum „gætu illir andar og öfl ráðist gegn afmælisbarninu“ og að „vinir og heillaóskir þeirra gætu því verndað afmælisbarnið“. Í bókinni The Lore of Birthdays segir að til forna hafi verið nauðsynlegt að skrá fæðingardaginn „til að lesa ævi manns eftir afstöðu stjarna“, en það var byggt á „stjörnuspáfræði“. Bókin heldur áfram og segir að „afmæliskerti hafi, samkvæmt þjóðtrú, sérstaka krafta til að láta óskir rætast“.

     En Biblían fordæmir galdra, spásagnir, dulspeki og annað þessu líkt. (5. Mósebók 18:14; Galatabréfið 5:19–21) Ein ástæða þess að Guð fordæmdi Babýlon til forna var að íbúar hennar stunduðu stjörnuspeki, sem flokkast undir dulspeki. (Jesaja 47:11–15) Vottar Jehóva eru ekki uppteknir af því hvaðan allar siðvenjur eru upprunnar en þegar Biblían gefur skýrar leiðbeiningar um eitthvað ákveðið er það tekið alvarlega til greina.

  2.   Kristnir menn á fyrstu öld héldu ekki upp á afmæli. „Þeir álitu það heiðinn sið að halda hátíðlega upp á fæðingardag einhvers,“ segir í alfræðiorðabókinni The World Book Encyclopedia. Í Biblíunni kemur fram að postularnir og þeir sem Jesús kenndi hafi sett okkur það fordæmi sem allir kristnir menn ættu að fylgja. – 2. Þessaloníkubréf 3:6.

  3.   Eina hátíðin sem kristnum mönnum er skylt að halda hátíðlega er minningarhátíðin um dauða Jesú. (Lúkas 22:17–20) Þetta ætti ekki að koma okkur á óvart því að Biblían segir: „Dauðadagur er betri en fæðingardagur.“ (Prédikarinn 7:1) Jesús hafði skapað sér gott mannorð hjá Guði þegar hann lauk lífi sínu hér á jörð. Þannig varð dauðadagur hans mikilvægari en fæðingardagurinn. – Hebreabréfið 1:4.

  4.   Í Biblíunni er hvergi minnst á að þjónn Guðs hafi haldið upp á afmæli. Þetta er ekki eitthvað sem hefur gleymst að skrifa niður því að það er sagt frá tveimur afmælisveislum í Biblíunni. Hvorugar veislurnar voru haldnar af mönnum sem þjónuðu Guði og báðar eru þær sýndar í neikvæðu ljósi. – 1. Mósebók 40:20–22; Markús 6:21–29.

Finnst börnum votta þau fara á mis við eitthvað með því að halda ekki upp á afmæli?

 Foreldrar sem eru vottar Jehóva sýna börnum sínum kærleika allt árið í kring, eins og allir góðir foreldrar. Þeir gera það oft með því að gefa börnum sínum gjafir eða með því að halda boð eða partí fyrir þau. Þannig fylgja þeir fullkomnu fordæmi Guðs sem gefur börnum sínum óvæntar gjafir. (Matteus 7:11) Börn sem eru alin upp í vottafjölskyldu finnast þau ekki fara á mis við neitt eins og sjá má af eftirfarandi dæmum:

  •   „Það er miklu skemmtilegra að fá gjafir þegar maður veit ekkert af því.“ – Tammy, 12 ára.

  •   „Þótt ég fái ekki gjafir á afmælisdaginn minn þá gefa foreldrar mínir mér gjafir við önnur tækifæri. Það er miklu skemmtilegra því að það kemur mér á óvart.“ – Gregory, 11 ára.

  •   „Heldurðu að tíu mínútur, nokkrar smákökur og söngur sé partí? Þú ættir að koma heim til mín og sjá hvernig alvörupartí er!“ – Eric, 6 ára.