Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fornleifafundur bendir til þess að Davíð konungur hafi verið til

Fornleifafundur bendir til þess að Davíð konungur hafi verið til

 Samkvæmt Biblíunni var Davíð konungur Ísraels uppi á 11. öld f.Kr og afkomendur hans voru við völd í hundruð ára. Sumir biblíugagnrýnendur fullyrða að Davíð sé goðsögn, þjóðsagnapersóna sem fólk bjó til sögur um löngu seinna. Var Davíð konungur raunverulegur maður?

 Árið 1993 fann fornleifafræðingurinn Avraham Biran og teymi hans steinbrot í Tel Dan í Norður-Ísrael með áletruninni „konungsætt Davíðs“. Letrið var á fornsemísku og frá níundu öld f.Kr. Brotið var greinilega hluti af minnisvarða sem Aramear reistu til að stæra sig af sigri yfir Ísraelsmönnum.

 Grein í Bible History Daily segir: „Einhverjir höfðu sínar efasemdir um áletrunina ,konungsætt Davíðs‘ ... En flestir biblíufræðingar og fornleifafræðingar viðurkenna að minnisvarðinn sem fannst í Tel Dan hafi verið fyrsta raunverulega sönnunin fyrir því að Davíð konungur sem er nefndur í Biblíunni hafi verið til og þess vegna sé þetta einn mesti biblíutengdi fornleifafundurinn sem fjallað er um í BAR [tímaritinu Biblical Archaeology Review].“