Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

HALTU VÖKU ÞINNI

Ört hækkandi verðbólga um allan heim – hvað segir Biblían?

Ört hækkandi verðbólga um allan heim – hvað segir Biblían?

 „Efnahagskerfi heimsins er enn og aftur í hættu,“ segir forseti alþjóðabankans í skýrslu frá júní 2022. „Það glímir samtímis við mikla verðbólgu og hægan vöxt.“

 „Verð á eldsneyti og mat hefur hækkað hratt og kemur harðast niður á íbúum fátækra landa,“ að sögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 Biblían útskýrir hvers vegna við stöndum frammi fyrir þessum efnahagsvanda, hvernig við getum tekist á við hann og hvaða von er um varanlega lausn.

Hækkandi verð á „síðustu dögum“

  •   Biblían talar um að við lifum „á síðustu dögum“. – 2. Tímóteusarbréf 3:1.

  •   Jesús sagði að „ógnvekjandi atburðir“ myndu einkenna þennan tíma. (Lúkas 21:11) Ört hækkandi verðbólga veldur ótta. Fólk hefur áhyggjur af framtíðinni og óttast að geta ekki séð fyrir fjölskyldunni.

  •   Opinberunarbókin sagði fyrir um hækkandi matvælaverð á þessum tíma. „Ég heyrði eitthvað sem líktist rödd … Hún sagði: ,Lítri af hveiti fyrir denar [daglaun] og þrír lítrar af byggi fyrir denar.‘“ – Opinberunarbókin 6:6.

 Horfðu á myndbandið Heimurinn hefur breyst frá árinu 1914 og lestu greinina „Riddararnir fjórir – hverjir eru þeir?“ til að fræðast meira um ,síðustu daga‘ og spádóminn í Opinberunarbókinni.

Lausnin á efnahagsvanda heimsins

  •   „Menn munu byggja hús og búa í þeim og planta víngarða og neyta ávaxta þeirra. Þeir munu ekki byggja hús til að aðrir búi í þeim né planta til að aðrir geti borðað.“ – Jesaja 65:21, 22.

  •   „Gnóttir korns verða á jörðinni, jafnvel á fjallatindunum vex það í ríkum mæli.“ – Sálmur 72:16.

  •   „,Hinir hrjáðu eru kúgaðir, hinir fátæku andvarpa. Þess vegna rís ég upp og læt til mín taka,‘ segir Jehóva.“ – Sálmur 12:5. a

 Guð bindur brátt enda á ranglátt efnahagsástand, ekki aðeins staðbundið heldur á heimsvísu. Lestu greinina „Er hægt að koma á réttlátu efnahagskerfi?“ til að sjá hvernig hann gerir það.

 En Biblían getur nú þegar hjálpað okkur að takast á við hækkandi verðlag. Hvernig? Hún gefur hagnýt ráð um það hvernig við getum farið skynsamlega með peninga. (Orðskviðirnir 23:4, 5; Prédikarinn 7:12) Lestu meira um það í greinunum „Protect Your Livelihood“ og „Hvernig er hægt að komast af með minna?“.

a Jehóva er nafn Guðs. – Sálmur 83:18.