Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Óskýr sjón stökkkóngulóarinnar

Óskýr sjón stökkkóngulóarinnar

STÖKKKÓNGULÓIN getur nýtt sér óskýra sjón til að reikna út af nákvæmni hversu langt hún þarf að stökkva. Hvernig fer hún að því?

Hugleiddu þetta: Til að meta fjarlægð notar stökkkóngulóin einstakan hæfileika stóra augnaparsins. Sjónhimnur beggja augnanna samanstanda af fjórum frumulögum. Þegar grænt ljós fellur á frumulögin framkallar eitt þeirra skýra mynd en annað óskýra. Og því óskýrari sem myndin er því nær kóngulónni er myndefnið. Þannig getur kóngulóin reiknað út nákvæmlega hversu langt hún þarf að stökkva til að fanga bráð sína.

Vísindamenn vilja nýta sér þessa tækni til að hanna þrívíddarmyndavélar og jafnvel þjarka sem geta metið fjarlægð. Á fréttavefnum ScienceNOW er greint frá því að sjón stökkkóngulóarinnar sé „áhugavert dæmi um það hvernig 5 millimetra langt dýr með minni heila en húsfluga, getur unnið úr flóknum sjónrænum upplýsingum og brugðist við þeim“.

Hvað heldurðu? Þróaðist óskýr sjón stökkkóngulóarinnar? Eða býr hönnun að baki?