Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Hvernig get ég haft gagn af Biblíunni? – 2. hluti: Gerðu biblíulestur ánægjulegan

Hvernig get ég haft gagn af Biblíunni? – 2. hluti: Gerðu biblíulestur ánægjulegan

 „Biblían gæti virst leiðinleg ef maður veit ekki hvernig er best að lesa hana,“ segir unglingur sem heitir Will.

 Langar þig að vita hvernig þú getur haft ánægju af biblíulestri? Ráðin í þessari grein geta hjálpað þér til þess.

 Gæddu Biblíuna lífi

 Sökktu þér niður í það sem þú ert að lesa. Þú gætir reynt eftirfarandi:

  1.   Veldu biblíufrásögu sem þig langar að skoða. Þú gætir valið atburð sem Biblían greinir frá, kafla í guðspjöllunum eða frásögu undir: Leiklesnir biblíutextar, sem er að finna á jw.org.

  2.   Lestu frásöguna. Þú gætir lesið hana í einrúmi eða upphátt með vinum eða ættingjum. Einn gæti verið sögumaður og hinir lesa það sem sögupersónurnar segja.

  3.   Prófaðu eina eða fleiri af eftirfarandi tillögum:

    •   Teiknaðu myndir sem lýsa frásögunni eða myndhandrit, röð einfaldra teikninga sem lýsa atburðarásinni. Gerðu myndatexta sem lýsir því sem hver mynd sýnir.

    •   Teiknaðu skýringamyndir. Ef þú ert að lesa um trúfastan einstakling skaltu tengja eiginleika hans og verk við þá blessun sem hann eða hún naut.

    •   Endurskrifaðu söguna í fréttastíl. Skýrðu frá atburðinum frá mismunandi sjónarhornum og taktu „viðtöl“ við aðalpersónurnar og sjónarvotta.

    •   Ef ein sögupersónan tók óviturlega ákvörðun skaltu ímynda þér að frásagan hafi endað öðru vísi. Veltu því til dæmis fyrir þér þegar Pétur afneitaði Jesú. (Markús 14:66-72) Hvernig hefði Pétur frekar átt að bregðast við þrýstingnum?

    •   Ef þú ert hugmyndaríkur gætirðu ráðist í að skrifa þitt eigið leikrit byggt á frásögu Biblíunnar. Láttu koma fram hvað við getum lært af frásögunni. – Rómverjabréfið 15:4.

      Það er hægt að gera biblíulestur lifandi.

 Kannaðu

 Ef þú rannsakar smáatriði geturðu fundið falda fjársjóði í frásögu. Stundum geta reyndar eitt eða tvö orð í biblíufrásögu skipt miklu máli.

 Berðu til dæmis saman Matteus 28:7 og Markús 16:7.

  •   Hvers vegna tiltók Markús það smáatriði að Jesús myndi birtast lærisveinunum „og Pétri“?

  •  Vísbending: Markús var ekki sjónarvottur að þessum atburðum heldur fékk greinilega upplýsingar sínar frá Pétri.

  •  Falinn fjársjóður: Hvers vegna hlýtur Pétri að hafa fundist hughreystandi að vita að Jesús skyldi vilja hitta hann aftur? (Markús 14:66-72) Hvernig sýndi Jesús að hann væri sannur vinur Péturs? Hvernig getur þú líkt eftir Jesú og verið öðrum sannur vinur?

 Þegar þú gæðir Biblíuna lífi og kannar smáatriði verður biblíulestur miklu ánægjulegri.