Hoppa beint í efnið

UNGT FÓLK SPYR

Hvernig get ég haft gagn af Biblíunni? – 1. hluti: Kynntu þér Biblíuna

Hvernig get ég haft gagn af Biblíunni? – 1. hluti: Kynntu þér Biblíuna

 Ég hef reynt að lesa í Biblíunni en mér finnst yfirþyrmandi hvað hún er þykk. Briana, 15 ára.

 Finnst þér það líka? Ráðin í þessari grein geta hjálpað þér.

 Hvers vegna ætti ég að lesa í Biblíunni?

 Finnst þér það frekar leiðinleg tilhugsun að lesa í Biblíunni? Ef svo er, er það skiljanlegt. Þú hugsar kannski um Biblíuna sem bók með smáu letri, engum myndum og meira en þúsund blaðsíðum. Sjónvarp og myndbönd hafa sennilega betur í samkeppninni um athygli þína.

 En hugleiddu þetta: Hvað myndirðu gera ef þú rækist á eldgamla fjársjóðskistu? Værirðu ekki forvitinn að vita hvað væri í henni?

 Biblían er einmitt slík fjársjóðskista. Hún hefur að geyma dýrmæta gimsteina, visku sem getur hjálpað þér að ...

  •   taka góðar ákvarðanir.

  •   eiga gott samband við foreldra þína.

  •   eignast góða vini.

  •   takast á við stress.

 Hvernig getur gömul bók verið gagnleg fyrir okkur? Vegna þess að „sérhver ritning er innblásin af Guði“. (2. Tímóteusarbréf 3:16) Það þýðir að ráð Biblíunnar koma frá besta ráðgjafa sem völ er á.

Biblían hefur að geyma ómetanlega visku sem er eins og fjársjóður.

 Hvernig ætti ég að lesa Biblíuna?

 Þú gætir lesið hana spjaldanna á milli. Þannig færðu góða heildarmynd af boðskap Biblíunnar. Það má lesa Biblíuna á ýmsa vegu. Hér eru tveir möguleikar:

  •    Þú gætir lesið allar 66 bækur Biblíunnar, frá 1. Mósebók til Opinberunarbókarinnar, í þeirri röð sem þær koma fyrir.

  •    Þú gætir lesið Biblíuna í tímaröð, það er að segja í þeirri röð sem atburðirnir áttu sér stað.

 Tillaga: Í Handbók biblíunemandans, 4. kafla, er að finna lista yfir helstu æviatriði Jesú á jörð í tímaröð.

 Önnur leið er að velja frásögu sem tengist áskorun sem þú stendur frammi fyrir. Dæmi:

  •   Myndirðu vilja eignast vini sem þú getur treyst? Lestu frásöguna af Jónatan og Davíð. (1. Samúelsbók, 18.-​20. kafli) Reyndu að koma auga á hvað það var í fari Davíðs sem Jónatan líkaði við.

  •   Myndirðu vilja vera duglegri að standast freistingar? Lestu frásöguna af Jósef og hvernig hann stóðst freistingu. (1. Mósebók, 39. kafli) Reyndu að koma auga á hvaðan hann fékk styrk til að standast freistinguna.

  •   Myndirðu vilja vita hvernig bænin getur hjálpað þér? Lestu frásöguna um Nehemía. (Nehemía, 2. kafli) Reyndu að koma auga á hvernig Nehemía lagði málið í hendur Guðs eftir að hafa beðið til hans og hvernig Guð bænheyrði hann.

 Tillaga: Þegar þú lest í Biblíunni skaltu hafa rólegt í kringum þig svo þú getir einbeitt þér.

 Þriðja leiðin að lesa Biblíuna er að velja frásögu eða sálm. Lestu efnið og veltu síðan fyrir þér hvernig þú getir farið eftir því sem þú lest. Þegar þú ert búinn að lesa gætirðu til dæmis spurt þig:

  •    Hvers vegna lét Jehóva þetta standa í Biblíunni?

  •    Hvað segir það um persónuleika Jehóva eða hvernig hann vinnur?

  •    Hvernig get ég nýtt mér þessar upplýsingar?

 Tillaga: Notaðu námsútgáfu Nýheimsþýðingarinnar á Netinu til að skoða myndskeið, landakort og annað sem hjálpar þér að hafa sem mest gagn af biblíulestrinum.